Juventus tapaði óvænt stigum

Juventus þurfti að sætta sig við jafntefli.
Juventus þurfti að sætta sig við jafntefli. AFP

Ítölsku meistararnir í Juventus þurftu að sætta sig við 1:1-jafntefli á útivelli gegn Benevento í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Álvaro Morata kom Juventus yfir á 21. mínútu eftir undirbúning hjá Federico Chiesa en Gaetano Letizia jafnaði fyrir Benevento í uppbótartíma í fyrri hálfleiks og þar við sat. Morata fékk beint rautt spjald fyrir mótmæli í uppbótartíma.

Inter Mílanó er komið upp í annað sæti eftir 3:0-útisigur á Sassuolo í toppslag. Alexis Sánchez og Roberto Gagliardini skoruðu fyrir Inter og eitt markanna var sjálfsmark.

AC Mílan er í toppsætinu með 20 stig, tveimur stigum á undan Sassuolo og Inter. Roma og Juventus koma þar á eftir með 17 stig. AC Milan á leik til góða. 

mbl.is