Leipzig setti pressu á United og París SG

Alexander Sörloth fagnar sigurmarkinu ásamt liðsfélögum sínum.
Alexander Sörloth fagnar sigurmarkinu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

RB Leipzig vann Istanbul Basaksehir í skrautlegum leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 

Liðin mættust í Tyrklandi og hafði Leipzig betur 4:3. Leipzig komst í 2:0 og 3:1 en Tyrkirnir jöfnuðu 3:3. Norðmaðurinn Alexander Sörloth skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 

Leipzig setur þar með pressu á United og París St. Germain sem nú eigast við í Manchester en liðin eru í harðri baráttu um efstu tvö sætin í riðlinum sem gefa keppnisrétt í 16-liða úrslitum. Leipzig er nú með 9 stig og á einn leik eftir í keppninni. United er með 9 stig og París 6 stig fyrir leik liðanna í kvöld. 

Í síðustu umferðinni í H-riðli fær Leipzig lið United í heimsókn og París St. Germain á heimaleik gegn Istanbul Basaksehir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert