Peréz er gjörsamlega týndur

Florentino Peréz fer fyrir nýju ofurdeildinni.
Florentino Peréz fer fyrir nýju ofurdeildinni. AFP

Forseti spænsku 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu, La Liga, hefur sent Florentino Peréz, forseta Real Madrid og stjórnarformanni hinnar nýju „ofurdeildar“ í Evrópu, tóninn og segir hann gjörsamlega úti á þekju.

Peréz lýsti því yfir í viðtali í morgun að nýja „ofurdeildin“ myndi bjarga fótboltanum því ungt fólk hefði ekki lengur áhuga á að horfa á hann.

„Ég sagði strax í desember 2020 að Florentino Peréz væri mjög utangátta. Nú er hann  gjörsamlega týndur. Fótboltinn er alls ekki í rústum eins og hann segir og ofurdeildin, sem er eitt vandamálanna, getur ekki verið lausnin. Hún boðar dauða fótboltans,“ skrifaði Javier Tebas, forseti spænsku 1. deildarinnar, á Twitter.

mbl.is