Bröndby nálgast meistarana

Hjörtur Hermansson lék allan leikinn í vörn Bröndby.
Hjörtur Hermansson lék allan leikinn í vörn Bröndby. AFP

Bröndby minnkaði forskot Midtjylland í eitt stig á toppi úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Nordsjælland í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Bröndby en það voru þeir Mikael Uhre, Andrija Paviovic og Lasse Vigen Christensen sem skoruðu mörk Bröndby í leiknum.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en Bröndby er með 49 stig í öðru sæti úrslitakeppninnar, einu stigi minna en Midtjylland, en Midtjylland á leik til góða á Bröndby.

Ennþá er sex umferðum ólokið í úrslitakeppninni og því nóg eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert