Arna Sif skoraði og meiddist í sigri

Arna Sif Ásgrímsdóttir er ávallt hættuleg í vítateig andstæðinganna enda …
Arna Sif Ásgrímsdóttir er ávallt hættuleg í vítateig andstæðinganna enda öflugur skallamaður. Ljósmynd/Þórir Tryggva

Arna Sif Ásgrímsdóttir kom liði sínu Glasgow City á bragði í góðum 3:1 sigri gegn Spartans í skosku úrvalsdeildinni í dag. Skömmu eftir að hún skoraði fór hún meidd af velli.

Arna Sif skoraði með skalla af stuttu færi á fjærstönginni á 22. mínútu og þurfti svo að fara meidd af velli á 24. mínútu.

Á 32. mínútu tvöfaldaði Glasgow City forystu sína og skoraði svo þriðja markið tveimur mínútum síðar.

Staðan í hálfleik var því 3:0 og skoraði Spartans svo sárabótarmark í þeim síðari.

Lokatölur því 3:1 og er Glasgow City eftir sigurinn áfram á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan grönnum sínum í Rangers þegar fimm umferðum er ólokið en liðin mætast um næstu helgi.

mbl.is