„Öll Danmörk stendur með þér Eriksen“

Leikmenn Danmerkur og Belga klöppuðu í mínútu fyrir Christian Eriksen.
Leikmenn Danmerkur og Belga klöppuðu í mínútu fyrir Christian Eriksen. AFP

Fallegt atvik átti sér stað í leik Danmerkur og Belgíu í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu á Parken í Kaupmannahöfn í dag en leikurinn hófst klukkan 16.

Á 10. mínútu leiksins spörkuðu leikmenn boltanum af velli til þess að sýna Christian Eriksen, sóknarmanni danska liðsins, stuðning en hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Dana og Finna á laugardaginn síðasta.

Leikmenn beggja liða klöppuðu fyrir Eriksen í mínútu áður en leikurinn hélt áfram en Eriksen leikur í treyju númer tíu hjá danska landsliðinu.

Í stúkunni voru stuðningsmenn danska liðsins svo með borða þar sem stóð: „Öll Danmörk stendur með þér Eriksen“ en hann er nú á spítala og er óvíst hvort hann muni spila knattspyrnu á nýjan leik.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is