Arnór í liði vikunnar

Arnór Ingvi Traustason er á toppnum með liði New England …
Arnór Ingvi Traustason er á toppnum með liði New England Revolution. AFP

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði vikunnar í bandarísku MLS-deildinni eftir frammistöðu sína með New England Revolution gegn Inter Miami.

Arnór lék þá mjög vel og skoraði tvívegis í stórsigri New England á útivelli, 5:0. Hann er annar tveggja leikmanna liðsins í úrvalsliðinu en samherji hans Adam Buksa, sem einnig skoraði tvö mörk í leiknum, varð líka fyrir valinu. 

Arnór og félagar eru á mikilli siglingu en þeir eru efstir í Austurdeild MLS með 30 stig úr fimmtán leikjum, fimm stigum meira en næsta lið.

Liðið var birt á síðum MLS-deildarinnar og má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is