Arnór skoraði tvö gegn Beckham (myndskeið)

Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö í nótt.
Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö í nótt. AFP

Arnór Ingvi Traustason átti stórleik fyrir New England Revolution er liðið vann sannfærandi 5:0-sigur á Inter Miami í MLS-deildinni í fótbolta í nótt.

David Beckham setti Inter Miami á laggirnar og fylgdist hann með íslenska landsliðsmanninum fara illa með sitt lið.

Mörkin sem Arnór skoraði má sjá hér fyrir neðan.mbl.is