Celtic féll úr keppni gegn Íslendingaliði

Leikmenn Midtjylland eldhressir í leikslok í kvöld.
Leikmenn Midtjylland eldhressir í leikslok í kvöld. AFP

Danska liðið Midtjylland lét það ekki vefjast of mikið fyrir sér að slá gamla stórveldið frá Skotlandi, Celtic, út úr Meistaradeild karla í knattspyrnu í kvöld. 

Liðin höfðu gert 1:1 jafntefli í Glasgow á dögunum í fyrri leik liðanna í 2. umferð keppninnar og því stóð danska liðið ágætlega að vígi. Aftur var 1:1 í kvöld eftir venjulegan leiktíma og samanlagt 2:2. 

Því þurfti að framlengja til að fá fram úrslit og í framlengingunni skoraði Midtjylland verðmætt mark sem kom liðinu áfram í keppninni. 

Mikael Andersen var ekki á leikskýrslu hjá Midtjylland í kvöld en var í leikmannahópnum sem tilkynntur var fyrir leikinn. Mikael lék marga Evrópuleiki með Midtjylland á síðustu leiktíð. Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður hjá Midtjylland í kvöld. 

mbl.is