Tékkar skoruðu átta í riðli Íslands

Elín Metta Jensen með boltann í leik gegn Tékkum árið …
Elín Metta Jensen með boltann í leik gegn Tékkum árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tékkland vann sinn fyrsta sigur í þriðja riðli í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta í dag er liðið valtaði yfir Kýpur á heimavelli, 8:0.

Lucie Martinkova og Andrea Stasková skoruðu tvö mörk hvor fyrir Tékkland og þær, Kamila Dubcová, Tereza Krejciríková og Klara Cvrcková gerðu eitt mark hver. Eitt markanna var sjálfsmark.

Tékkland er með fjögur stig eftir tvo leiki en Kýpur er án stiga. Hvíta-Rússland er með þrjú stig eftir einn leik og Holland eitt. Ísland leikur sinn fyrsta leik í riðlinum gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Stine Larsen skoraði þrennu fyrir Danmörk sem vann Aserbaídsjan á útivelli, 8:0 og Caroline Seger skoraði tvö fyrir Svíþjóð í 4:0-heimasigri á Georgíu. Þá vann Ítalía 5:0-útisigur á Króatíu. Valentina Giacinti skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert