Þriggja ára samningur í Svíþjóð

Adam Ingi Benediktsson.
Adam Ingi Benediktsson. Ljósmynd/KSÍ

Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska knattspyrnufélagið Gautaborg. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Adam Ingi, sem er 19 ára gamall,  gekk til liðs við Gautaborg frá HK árið 2019 og hefur leikið með U19 ára liði félagsins undanfarin tímabil.

Þá hefur Adam Ingi hafi verið kallaður inn í æfingahóp aðalliðsins á dögunum en var varamarkvörður Gautaborgar gegn Kalmar í úrvalsdeildinni á þessu ári.

Kolbeinn Sigþórsson er einnig samningsbundinn sænska liðinu en samningur Kolbeins rennur út um áramótin.

Gautaborg er í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert