Birkir og Balotelli á skotskónum

Birkir Bjarnason brosmildur eftir að hafa skorað annað marka sinna …
Birkir Bjarnason brosmildur eftir að hafa skorað annað marka sinna í dag. Ljósmynd/@AdsKulubu

Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði í knattspyrnu var á skotskónum í dag þegar lið hans, Adana Demirspor, komst auðveldlega áfram í tyrknesku bikarkeppninni.

Keppnin er enn á fyrstu stigum og mótherjar Birkis og félaga í dag voru C-deildarliðið Serik Belediyespor. Adana Demirspor gerði út um leikinn með fimm mörkum í fyrri hálfleik og þar við sat, lokatölur voru 5:0. Birkir skoraði þriðja og fjórða mark liðsins á 26. og 33. mínútu en það var Ítalinn Mario Balotelli sem skoraði fyrsta markið á 10. mínútu.

Birki og Balotelli var báðum skipt af velli á 63. mínútu.

mbl.is