Takmarkaður fjöldi áhorfenda í Þýskalandi

Stór hluti stuðningsfólks Borussia Dortmund þarf að sitja heima á …
Stór hluti stuðningsfólks Borussia Dortmund þarf að sitja heima á laugardaginn. AFP

Settar hafa verið takmarkanir á áhorfendafjölda á íþróttaviðburðum í Þýskalandi, samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda í landinu.

Næstu vikurnar mega mest 15 þúsund áhorfendur mæta á knattspyrnuleiki utanhúss og mest 5.000 á viðburði sem fram fara innanhúss.

Stórleikur Borussia Dortmund og Bayern München í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í karlaflokki fer fram á laugardaginn og þar eru vanalega 80 þúsund manns mættir, þannig að sá leikur fer fram á hálftómum leikvanginum í Dortmund.

mbl.is