Landsliðsmenn að verða samherjar á Ítalíu?

Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður Íslands og danska liðsins AGF er orðaður við ítalska liðið Lecce sem tryggði sig á dögunum upp í ítölsku A-deildina. 

Með Lecce leikur annar íslenskur landsliðsmaður, Þórir Jóhann Helgason og yrðu þeir því samherjar gangi þetta í gegn. 

Það er danski miðillinn BT sem greinir frá en þar segir að umboðsmaður Jóns hafi fundað með fulltrúum félagsins í síðustu viku. Jón verður samningslaus í sumar og mun því yfirgefa AGF frítt. 

BT segir einnig að dönsku liðin Bröndby, OB og Álaborg hafi áhuga á Jóni, sem og hollensk og þýsk lið. Fulltrúar þeirra voru á staðnum þegar AGF mætti Vejle í gær.

mbl.is