Jafntefli í Íslendingaslagnum

Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason AFP

Ögmundur Kristinsson og lið hans Olympiacos gerðu 1:1 jafntefli við Sverri Inga Ingason og hans lið í PAOK í grísku A-deildinni í fótbolta fyrr í dag. 

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn en Ögmundur var varamarkvörður Olympiacos í dag. Olympiacos er á toppnum og er þegar orðið meistari með 80 stig, PAOK er í öðru sæti með 61. 

Árni Vilhjálmsson kom inn á, á 82, mínútu í 2:0 sigri Rodez á Caen í frönsku B-deildinni í dag. Þetta var lokaumferð deildarinnar og Rodez gulltryggði sæti sitt en liðið endaði í sautjánda sæti af 20 liðum.

Elías Már Ómarsson spilaði 23. mínútur í 0:2 tapi Nimes gegn Bastia, einnig í frönsku B-deildinni í dag. Nimes endaði í níunda sæti.

mbl.is