Tók Andra Guðjohnsen tvær mínútur að skora

Andri Lucas Guðjohnsen þurfti ekki langan tíma til að láta …
Andri Lucas Guðjohnsen þurfti ekki langan tíma til að láta vita af sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

B-lið spænska knattspyrnurisans Real Madrid vann í dag 5:1-stórsigur á heimavelli gegn Costa Brava í C-deild Spánar.

Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði á bekknum hjá Real en kom inn á hjá liðinu á 78. mínútu og skoraði fimmta markið aðeins tveimur mínútum síðar.

Markið var það þriðja sem Andri skorar í deildinni á leiktíðinni en tækifærin hafa verið af skornum skammti og hefur framherjinn aðeins fjórum sinnum verið í byrjunarliðinu.

mbl.is