Endurkoma í Íslendingaslag

Ari Leifsson og félagar gáfust ekki upp.
Ari Leifsson og félagar gáfust ekki upp. Ljósmynd/Strømsgodset

Bodø/Glimt og Strømsgodset skildu jöfn, 2:2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ríkjandi meistarar í Bodø/Glimt komust í 2:0 en Strømsgodset gafst ekki upp og tókst að jafna.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodø/Glimt og Ari Leifsson allan leikinn með Strømsgodset.

Titilvörn Bodø/Glimt hefur gengið erfiðlega en liðið er í sjötta sæti með 13 stig eftir átta leiki. Strømsgodset er í fjórða sæti með 14 stig.

Viking fór upp í toppsætið, í bili hið minnsta, með 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Ham-Kam. Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn í marki Viking og Samúel Kári Friðjónsson fyrstu 87 mínúturnar á miðsvæðinu.

Viking er með 21 stig, einu stigi meira en Lilleström sem á tvo leiki til góða.

Samúel Kári Friðjónsson og samherjar hans eru í toppsætinu, í …
Samúel Kári Friðjónsson og samherjar hans eru í toppsætinu, í bili hið minnsta. Ljósmynd/Viking
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert