Þorleifur og Óttar á skotskónum

Þorleifur Úlfarsson í leik með 21-árs landsliðinu á dögunum. Hann …
Þorleifur Úlfarsson í leik með 21-árs landsliðinu á dögunum. Hann skoraði gegn Chicago í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorleifur Úlfarsson og Óttar Magnús Karlsson skoruðu báðir fyrir lið sín í bandaríska fótboltanum í nótt.

Þorleifur skoraði fyrra mark Houston Dynamo í sigri gegn Chicago, 2:0, í MLS-deildinni Hann lék nær allan leikinn og var skipt af velli á 87. mínútu. Þetta er hans annað mark í sextán leikjum á tímabilinu.

Houston er komið upp í áttunda sæti Vesturdeildar, tveimur stigum frá sjöunda sætinu sem  gefur keppnisrétt í úrslitakeppninni.

Óttar skoraði annað mark Oakland Rooks úr vítaspyrnu í 3:1 sigri á varaliði Atlanta United í B-deildinni. Hann fór af velli á 83. mínútu. Ellefta mark Óttars í fimmtán leikjum Oakland í deildinni í ár. Oakland er í níunda sæti af þrettán liðum Vesturdeildar, stigi frá sjöunda sætinu sem  gefur keppnisrétt í úrslitakeppninni.

Róbert Orri Þorkelsson var líka í sigurliði en hann kom inn á í uppbótartíma hjá CF Montréal þegar lið hans vann Charlotte, 2:1. Montréal er í öðru sæti Austurdeildar, stigi á eftir toppliðinu New York City.

mbl.is