Barcelona nær loks að skrá leikmenn

Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen fyrir æfingaleik Barcelona í sumar …
Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen fyrir æfingaleik Barcelona í sumar og þeir fá að spila í kvöld. AFPPau Barrena

Spænska knattspyrnudeildin hefur loks skráð samninga Franck Kessie, Andreas Christensen, Robert Lewandowski og Raphinha hjá Barcelona.

Barcelona er í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og fékk ekki að skrá nýju leik­menn fé­lags­ins í leik­manna­hóp­inn þegar þeir skrifuðu undir og fá enn ekki að skrá Jules Kounde. 

Barcelona borgaði um 150 millj­ón­ir evra fyrir leikmennina í júlí en strangt eyðsluþak er í deild­inni, sem miðar af ár­leg­um tekj­um hvers og eins fé­lags.

Barcelona hefur í sumar reynt að bæta fjárhagslegu stöðu sína og hafa til dæmis selt 10% hlut í sjónvarpsréttindum að leikjum liðsins í La Liga til næstu 25 ára til Sixth Street Partners og í gær seldu þeir 24.5% af Barca Studios til Orpheus Media.

Ousmane Dembele and Sergi Roberto framlengdu einnig samninga sína við félagið í sumar og hafa þeir nú verið skráðir.

Barcelona mætir Rayo Vallecano í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í spænsku deildinni í dag klukkan 19.00 að íslenskum tíma. 

mbl.is