Öruggt hjá Söru Björk og Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Juventus í …
Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Juventus í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Juventus þegar liðið vann öruggan sigur gegn Racing Lúxemborg í undanúrslitum 1. umferðar Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Tórínó á Ítalíu í kvöld.

Leiknum lauk með 4:0-sigri ítalska liðsins en Sara Björk kom inn á sem varamaður hjá ítalska liðinu á 58. mínútu í stöðunni 3:0.

Það voru þær Martina Rosucci, Cristiana Girelli, Arianna Caruso og Agnese Bonfantini sem skoruðu mörk Ítalíumeistaranna.

Juventus mætir Kiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í 2. umferð keppninnar í Tórínó á sunnudaginn.

mbl.is