Lewandowski rændur fyrir utan æfingasvæðið

Robert Lewandowski lék sinn fyrsta leik með Barcelona um síðustu …
Robert Lewandowski lék sinn fyrsta leik með Barcelona um síðustu helgi. AFP/Pau Berrena

Pólski knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski var rændur fyrir framan æfingasvæði Barcelona í gær en hann gekk í raðir félagsings frá Bayern München fyrir tímabilið.

Lewandowski gaf sér tíma til að spjalla við stuðningsmenn og fengu þeir myndir af sér með framherjanum. Á meðan fór óprúttinn einstaklingur inn í bíl leikmannsins og stal úri sem er metið á 70.000 evrur, eða tæpar tíu milljónir króna.

Pólverjinn hringdi umsvifalaust á lögregluna, sem var ekki lengi að hafa hendur í hári ræningjanna og Lewandowski endurheimti úrið rándýra.

mbl.is