Búist við að varnarmaður Börsunga missi af HM

Ronald Araújo í leik með Barcelona í síðasta mánuði.
Ronald Araújo í leik með Barcelona í síðasta mánuði. AFP/Pau Barrena

Ronald Araújo, miðvörður Barcelona og úrúgvæska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á læri í vináttulandsleik með Úrúgvæ á dögunum. Hann þarf að gangast undir aðgerð og missir því að öllum líkindum af HM 2022 í Katar.

Araújo, sem hefur verið lykilmaður í miðri vörn Barcelona og Úrúgvæ að undanförnu, þurfti að fara af velli í tapi gegn Íran síðastliðinn föstudag.

Vegna meiðslanna þarf hann að gangast undir aðgerð og þar sem HM í Katar nálgast óðum, hefst eftir tæpa tvo mánuði, er ekki reiknað með að Araújo verði búinn að jafna sig í tæka tíð.

Úrúgvæ er með Portúgal, Gana og Suður-Kóreu í H-riðli á HM.

mbl.is