Í átta leikja bann vegna ummæla í viðtali

Jim Goodwin er kominn í átta leikja bann.
Jim Goodwin er kominn í átta leikja bann. Ljósmynd/Aberdeen

Jim Goodwin, knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af skoska knattspyrnusambandinu vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali á dögunum.

Goodwin var allt annað en sáttur við Ryan Porteous, leikmann Hibernian, eftir leik liðanna en Porteous náði í vítaspyrnu í leiknum, sem Goodwin var vægast sagt ósáttur með.

„Ég veit ekki hversu oft þessi strákur Porteous ætlar að komst upp með þessa hluti. Hann er alltaf að láta sig detta í teignum að reyna að ná í víti. Fólki finnst hann sniðugur en að mínu mati er þetta mjög augljóst svindl. Hann er að svindla,“ sagði Goodwin við Sky.

Skoska sambandið var lítt hrifið af ummælum Goodwins, þar sem hann sakar leikmanns annars liðs um óheiðarleika og hefur Goodwin því fengið átta leikja bann.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert