Sá dýrasti vill yfirgefa Atlético

João Félix skoraði gegn Gana í fyrsta leik Portúgala á …
João Félix skoraði gegn Gana í fyrsta leik Portúgala á HM í ár. AFP/Glyn Kirk

Portúgalski knattspyrnumaðurinn João Félix vill yfirgefa spænska félagið Atlético Madrid í janúar. Felix, sem er 23 ára landsliðsmaður Portúgals, er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Atlético greiddi Benfica 126 milljónir evra fyrir leikmanninn árið 2019. Hann hefur skorað 24 mörk í 94 leikjum með spænska liðinu, en hann hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu að undanförnu.

Þá er samband Félix og knattspyrnustjórans Diego Simeone ekki gott, samkvæmt heimildum Marca.

Félög á borð við Bayern München, París SG, Manchester United og Chelsea ku öll hafa áhuga á leikmanninum.

mbl.is