Frá Queens Park Rangers til Rangers

Leikmenn Rangers eru að fá nýjan knattspyrnustjóra.
Leikmenn Rangers eru að fá nýjan knattspyrnustjóra. AFP/Andy Buchanan

Skoska knattspyrnufélagið Rangers nálgast nú ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra eftir að Giovanni van Bronckhorst var rekinn á dögunum.

Sá heitir Michael Beale og er nú knattspyrnustjóri Queens Park Rangers í ensku B-deildinni.

Beale tók við stjórnartaumunum hjá QPR í júní á þessu ári og hefur því aðeins verið við stjórnvölinn þar í tæpt hálft ár.

Hann þekkir vel til hjá Rangers þar sem hann var aðstoðarþjálfari Steven Gerrard í þrjú ár og hjálpaði liðinu að verða Skotlandsmeistarar á þarsíðasta tímabili.

Samkvæmt BBC Sport er búist við því að Beale, sem hafnaði því að taka við Wolverhampton Wanderers í byrjun mánaðarins, verði tilkynntur sem nýr stjóri Rangers í síðasta lagi á morgun.

Uppfært kl. 18:25: Rangers hefur staðfest ráðninguna á Beale.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert