„Ég er í sjokki“

Xavi Hernández
Xavi Hernández AFP/Josep Lago

„Það er erfitt að tjá sig um mál eins og þessi. Eins og allir er ég mjög hissa - í sjokki,“ sagði Xavi Hernández, knattspyrnustjóri Barcelona um fréttir af handtöku Dani Al­ves, sem grunaður er um að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn konu á skemmti­stað í Barcelona í des­em­ber síðastliðinn.

„Mér þykir þetta afskaplega leitt. Ég þekki Dani og ég er verulega hissa. Það er lítið hægt að tjá sig um málið sem slíkt, nú fer það sína leið í kerfinu.“

Dani Alves lék tæpa 250 leiki með Barcelona ásamt Xavi …
Dani Alves lék tæpa 250 leiki með Barcelona ásamt Xavi á árunum 2008-2016. AFP/Pau Barrena
mbl.is