Jökull til Exeter í þriðja sinn

Jökull Andrésson á æfingu með U21-árs landsliði Íslands.
Jökull Andrésson á æfingu með U21-árs landsliði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson hefur verið lánaður frá Reading til Exeter City í þriðja sinn á ferli sínum. Lánssamningurinn gildir aðeins í eina viku.

Exeter leikur í ensku C-deildinni og er um neyðarlán að ræða vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Jamal Blackman.

Jökull, sem er 21 árs, hefur verið á mála hjá B-deildar liði Reading frá árinu 2018 og er þetta í sjötta sinn sem hann er lánaður annað.

Þrívegis hefur Jökull verið lánaður til Exeter, tvisvar til Morecambe og einu sinni til Hungerford Town.

Alls á hann 56 meistaraflokksleiki að baki í C, D og F-deild Englands.

Jökull lék sinn fyrsta A-landsleik á síðasta ári og á þá sjö landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is