Birkir og félagar unnu mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni

Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/KSÍ

Adana Demirsspor vann góðan útisigur á Sivasspor, 2:1, í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Birkir Bjarnason byrjaði á varamannabenn Adana í dag og kom ekki inná fyrr en á annarri mínútu uppbótartímans. 

Emre Akbaba kom Adana yfir í fyrri hálfleik Babajide David Akintola tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Isaac Cofie minnkaði muninn fyrir Sivasspor skömmu síðar en nær komst liðið ekki.

Adana er í fjórða sæti deildarinnar með 37 stig, einu stigi á eftir Besiktas sem er í Evrópusæti sem stendur. Galatasaray er á toppnum með 45 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert