Sonur goðsagnar kominn til Barcelona

Feðgarnir á góðri stundu.
Feðgarnir á góðri stundu. Ljósmynd/Instagram-síða Ronaldinhos

Brasilíski knattspyrnumaðurinn João Mendes er orðinn leikmaður Barcelona á Spáni. Hann lék síðast með Cruzeiro í heimalandinu.

Mendes, sem er 17 ára gamall, hefur æft með Barcelona að undanförnu og hefur félagið nú boðið honum samning. Hann mun fyrst um sinn æfa og spila með varaliði félagsins.

Mendes er sonur Ronaldinhos, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Ronaldinho lék 145 deildarleiki fyrir Barcelona á árunum 2003 til 2008 og skoraði í þeim 70 mörk. Þá lék hann 97 landsleiki fyrir Brasilíu og skoraði 33 mörk.  

mbl.is