Meistararnir töpuðu óvænt

Leikmenn Rennes fagna marki í dag.
Leikmenn Rennes fagna marki í dag. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Frakklandsmeistarar Parísar Saint-Germain misstigu sig í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í dag þegar Rennes kom í heimsókn og vann sterkan 2:0-sigur.

Karl Toko Ekambi kom Rennes í forystu skömmu fyrir leikhlé.

Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Arnaud Kalimuendo forystuna og þar við sat.

Þrátt fyrir tapið er PSG áfram í toppsæti deildarinnar með 66 stig og er raunar með níu stiga forskot.

Rennes fór með sigrinum upp í fimmta sæti, þar sem liðið er með 50 stig.

mbl.is