Skotar skelltu Spánverjum

Scott McTominay fagnar eftir að hafa komið Skotum yfir strax …
Scott McTominay fagnar eftir að hafa komið Skotum yfir strax á 7. mínútu í kvöld. AFP/Andy Buchanan

Skotar komu gríðarlega á óvart í kvöld með því að leggja Spánverja að velli, 2:0, í undankeppni EM karla í fótbolta í Glasgow.

Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, var hetja Skotanna því hann skoraði bæði mörkin. Það fyrra eftir sendingu frá Andy Robinson strax á 7. mínútu og það seinna á 51. mínútu.

Skotar eru því komir með sex stig eftir tvo leiki en þeir unnu Kýpur 3:0 í fyrsta leiknum þar sem McTominay skoraði líka tvö mörk.

Spánverjar höfðu áður sigrað Noreg 3:0 en Georgía og Noregur skildu jöfn í riðlinum, 1:1, fyrr í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert