Fór á kostum í Hollandi

Hildur Antonsdóttir skoraði eitt og lagði upp tvö.
Hildur Antonsdóttir skoraði eitt og lagði upp tvö. Ljósmynd/Fortuna Sittard

Hildur Antonsdóttir átti glæsilegan leik fyrir Fortuna Sittard er liðið vann afar öruggan 7:1-útisigur á Telstar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hildur lagði upp annað og þriðja mark Sittard og skoraði síðan fimmta markið sjálf. Hún lék allan leikinn. María Catharina Ólafsdóttir Gros lék fyrstu 63 mínúturnar með Sittard.

Með markinu tvöfaldaði Hildur markafjölda sinn í deildinni á leiktíðinni, því hún hafði skorað eitt mark fyrir leikinn í kvöld.

Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Ajax.

mbl.is