Lecce bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt

Þórir Jóhann Helgason og félagar björguðu sér frá falli með …
Þórir Jóhann Helgason og félagar björguðu sér frá falli með dramatískum sigri í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ítalska knattspyrnuliðið Lecce bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í dag þegar liðið vann hádramatískan sigur á útivelli gegn Monza, 1:0.

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason kom ekki við sögu í leiknum í dag.

Monza fékk vítaspyrnu á 84. mínútu sem Daninn Christian Gytkjaer klúðraði. Á 11. mínútu uppbótartíma fékk Lecce vítaspyrnu sem Lorenzo Colombo skoraði úr og tryggði hann Lecce sigurinn.

Með sigrinum þá bjargaði Lecce sér endanlega frá falli úr deildinni og ljóst er að liðið mun spila í A-deildinni á næsta tímabili.

Það er hörð barátta á milli Verona og Spezia um að bjarga sér frá falli en liðin eru jöfn af stigum fyrir lokaumferðina. Spezia er í öruggu sæti á betri innbyrðis árangri. Sampdoria og Cremonese eru fallin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert