Greiddu sekt og sæta ekki frekari refsingum

Andrea Agnelli, annar frá vinstri, og Pavel Nedved, lengst til …
Andrea Agnelli, annar frá vinstri, og Pavel Nedved, lengst til hægri, eru á meðal þeirra sem létu af stöfum í nóvember síðastliðnum vegna fjármálamisferlis Juventus. AFP/Marco Bertorello

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur náð sátt við Knattspyrnusamband Ítalíu, sem kveður á um að félagið greiði 718.000 evrur í sekt vegna fjármálamisferlis félagsins á undanförnum árum.

Juventus hefur sætt rannsókn yfirvalda á Ítalíu undanfarna mánuði vegna grunsamlegra greiðslna félagsins á launum leikmanna og kaupum á leikmönnum hjá karlaliðinu.

Tíu stig voru dregin af karlaliði Juventus í síðustu viku, sem þýðir að liðið missir af sæti í Meistaradeild Evrópu og hugsanlega nær liðið ekki Evrópusæti yfir höfuð.

BBC Sport greinir frá því að með sáttinni sé málinu lokið, Juventus muni ekki sæta frekari refsingu vegna þess.

Ítalska knattspyrnusambandið sektaði um leið fyrrverandi háttsetta menn hjá Juventus, meðal annars varaformanninn Pavel Nedved og framkvæmdastjórann Fabio Paratici.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert