Ekkert annað en Lyngby í mínum huga

Freyr Alexandersson fagnar með stuðningsfólki eftir heimkomuna til Lyngby eftir …
Freyr Alexandersson fagnar með stuðningsfólki eftir heimkomuna til Lyngby eftir leikinn í Horsens. Ljósmynd/Lyngby BK

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sem bjargaði sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með ótrúlegum hætti um liðna helgi, hefur undirbúning sinn fyrir næsta tímabil hjá liðinu þegar í stað.

Samningur Freys við Lyngby er til sumarsins 2025.

„Ég á enn þá tvö tímabil eftir af mínum samningi. Ég hef alltaf sagt það að samningar í knattspyrnu eru ekkert lengri en uppsagnarákvæðið segir til um. Það er bara þannig sem þessi bransi virkar,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

Er Freyr var spurður hvort hann hygðist halda kyrru fyrir hjá félaginu sagði Breiðhyltingurinn:

„Það er ekkert annað sem er í mínum huga núna. Núna er ég að melta þetta [að halda sætinu í úrvalsdeild] og á morgun [í dag] mæti ég í vinnuna aftur og byrja að undirbúa næsta tímabil.

Svo gerast hlutirnir bara eins og þeir gerast í þessu blessaða lífi. Ég er einbeittur á það að undirbúa liðið fyrir átökin sem hefjast í lok júlí.“

Ítar­legt viðtal er við Frey í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert