Sá leikjahæsti skoraði í Íslendingaslag

Birkir Bjarnason skoraði fyrir Viking.
Birkir Bjarnason skoraði fyrir Viking. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, skoraði fyrra mark Víking er liðið vann dramatískan 2:1-útisigur á Fredrikstad í norska bikarnum í fótbolta í kvöld.

Birkir jafnaði í 1:1 með marki á 36. mínútu. Stefndi allt í framlengingu þegar Zlatko Tripic skoraði sigurmarkið úr víti í uppbótartíma.

Júlíus Magnússon lék allan leikinn með Fredrikstad, en hann kom til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík fyrir tímabilið. 

Birkir lék allan leikinn með Viking, en Patrik Sigurður Gunnarsson var allan tímann á bekknum. Patrik hefur verið aðalmarkvörður Viking á leiktíðinni.

mbl.is