Dani tekur við Berlínarliðinu

Bo Svensson á hliðarlínunni hjá Mainz.
Bo Svensson á hliðarlínunni hjá Mainz. Ljósmynd/Mainz 05

Daninn Bo Svensson er nýr knattspyrnustjóri karlaliðs Union Berlin sem rétt svo bjargaði sér frá falli í þýsku 1. deildinni í vor. 

Union Berlin hafnaði í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, jafnmörg og Bochum sem fer í umspil við Düsseldorf um hvort liðið verður í efstu deild Þýskalands í haust. 

Svensson hefur áður stýrt Mainz í Þýskalandi en sem leikmaður lék hann hjá Borussia Mönchengladbach og Mainz í Þýskalandi. 

Union Berlín átti afleitt tímabil en í fyrra komst liðið í Meistaradeild Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert