Íslendingaliðið bjargaði sér frá falli

Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon á góðri stundu …
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon á góðri stundu í leik með Lyngby. Ljósmynd/Lyngby

Íslendingalið Lyngby tryggði sér í dag áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með því að gera markalaust jafntefli við botnlið Hvidovre í lokaumferð neðri hluta deildarinnar.

Fyrir fram nægði liðinu jafntefli og fór svo að OB tapaði sínum leik, hafnaði í 11. og næstneðsta sæti og féll niður í B-deild. Lyngby lauk því leik í tíunda sæti, fjórum stigum fyrir ofan OB. Hvidovre var þegar fallið.

Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Birgir Finnsson léku báðir allan leikinn fyrir Lyngby á meðan Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður á á 83. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert