Logi heldur áfram að skína í Noregi

Logi Tómasson lagði upp.
Logi Tómasson lagði upp. mbl.is/Óttar Geirsson

Logi Tómasson hefur farið frábærlega af stað með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann lagði upp annað mark liðsins útisigri á Sarpsborg, 3:1, í dag. 

Logi lagði upp annað mark Jonas Therkelsen sem kom Strömsgodset í 2:0 á 63. mínútu. Logi er þar með kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar í deildinni í tíu leikjum. 

Strömsgodset er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert