Þórdís skoraði, Guðrún í sigurliði

Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val í fyrra.
Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val í fyrra. Eggert Jóhannesson

Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði mark Växjö í jafntefli liðsins gegn Djurgården í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem virðist ósigrandi.

Þórdís Elva kom heimakonum yfir á fjórðu mínútu síðari hálfleiks en hún fór af velli átta mínútum fyrir leikslok í liði Växjö. Djurgården jafnaði metin á 89. mínútu og þar við sat en Växjö er með ellefu stig í níunda sæti, fjórum stigum á eftir Djurgården sem situr í sjötta sæti. Bryndís Arna Níelsdóttir er meidd og lék ekki með Växjö í dag.

Guðrún Arnardóttir var að venju í miðri vörn Rosengård sem sigraði Piteå sannfærandi, 4:0, á heimavelli Rosengård. Meistararnir eru í efsta sæti með fullt hús stiga eftir átta leiki, fimm stigum á undan Häcken í öðru sæti.

Guðrún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert