„Þú ert bara að fara þarna út til að djamma“

„Það er allt til alls þarna og ef það vantaði eitthvað, þá var því bara reddað,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Andrea Rán, sem er 28 ára gömul, snéri heim til Íslands á dögunum og gekk til liðs við FH í Bestu deildinni eftir mikið heimshornaflakk á síðustu árum.

Fótboltinn og námið í forgangi

Andrea Rán stundaði nám við South Florida-háskólann í Bandaríkjunum frá 2016 til ársins 2019 þar sem hún var lykilmaður öll árin.

„Þú ert bara að fara þarna út til þess að djamma var oft sagt við mig,“ sagði Andrea Rán.

„Ég er enginn djammari og það eina sem komst að hjá mér þarna úti var fótboltinn og námið,“ sagði Andrea Rán meðal annars.

Viðtalið við Andreu Rán í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert