Benitez: „Vonandi skorar Milan mörg mörk“

Milan Baros framherji Liverpool í baráttu við Fabio Cannavaro.
Milan Baros framherji Liverpool í baráttu við Fabio Cannavaro. AP

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, lét þau orð falla í gærkvöldi að hann vonaðist til þess að Milan skoraði mikið af mörkum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld. Benitez átti þó ekki við andstæðinga Liverpool, AC Milan, heldur framherja sinn, Tékkann Milan Baros.

Úrslitaleikurinn, sem nú þegar hefur verið kallaður leikur ársins, fer fram í Istanbul í Tyrklandi í kvöld og verður flautað til leiks klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

AC Milan er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
AC Milan er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. AP
mbl.is