Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.

Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson sigraði Bretann Danny Mitchell í fyrstu lotu í Cage Contender keppninni í blönduðum bardagaíþróttum, sem fram fór í Manchester í gærkvöldi.

Mitchell er einn efnilegasti bardagaíþróttamaður Englendinga og var talinn sigurstranglegri af ensku veðbönkunum en bardagi hans og Gunnars var aðal bardagi kvöldsins.

Gunnar skellti Mitchell hins vegar fljótlega í gólfið og náði hengingartaki og varð Mitchell að játa sig sigraðan eftir þriggja mínútna viðureign.  

Um 20 Íslendingar mættu til Manchester að horfa á Gunnar keppa, þar á meðal Guðlaugur Viktor Pálsson, sem leikur með knattspyrnuliðinu Liverpool. 

mbl.is

Bloggað um fréttina