Bæjarlistamaðurinn er orðinn Íslandsmethafi

Ari Bragi Kárason í íþróttafötunum með trompetinn.
Ari Bragi Kárason í íþróttafötunum með trompetinn. mbl.is/Þórður

Ari Bragi Kárason byrjaði ekki að æfa frjálsar íþróttir fyrr en á síðasta ári, en á nú Íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi. Ari er trompetleikari og hefur atvinnu af tónlistinni og hefur spilað inn á plötur með listamönnum á borð við Norah Jones og var valinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010.

Í janúar á þessu ári var hann útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2014. Morgunblaðið settist niður með Ara og ræddi við hann um íþróttirnar og tónlistina.

„Mér finnst líka þvílíkur heiður að fá að vera með í landsliðinu. Ég bjóst ekki við því þegar ég var 23 ára í háskólanámi í Bandaríkjunum að læra tónlist að ég ætti einhvern tíma eftir að klæðast landsliðsbúningnum í íþrótt.“

Heilsíðu-viðtal má finna við spretthlauparann og trompetleikarann Ara Braga Kárason á baksíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag.