Fjölmörg Íslandsmet á Akranesi

Fanney Hauksdóttir
Fanney Hauksdóttir Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Íslandsmótið í bekkpressu og réttstöðulyftu fór fram í íþróttahúsi Akraness um helgina. Fanney Hauksdóttir, fyrrverandi heimsmeistari og heimsmethafi unglinga í bekkpressu sigraði með yfirburðum í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 107,5 kg. Sú lyfta var mjög létt hjá henni enda er hún að spara krafta sína fyrir EM í bekkpressu sem verður haldið á Spáni um miðjan október næstkomandik. Þar mun hún gera atlögu að sínum þriðja Evrópumeistaratitli í röð.

Ingimundur Björgvinsson sigraði í karlaflokki með glæsilegu Íslandsmeti, 200 kg. Hann keppti í -105 kg flokk. Sóley Margrét Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki í bekkpressu með útbúnaði með nýju Íslandsmeti unglinga (U18 og U23) þegar hún lyfti 120 kg. Hún keppti í +84 kg flokki. Einar Örn Guðnason sigraði í karlaflokki með 225 kg. Hann keppti í -105 kg flokki.

Í réttstöðulyftu bar Sóley Margrét Jónsdóttir sigur úr býtum er hún lyfti 200 kg. Júlían J.K. Jóhannsson vann öruggan sigur í karlaflokki með 370 kg lyftu. 

Hægt er að sjá öll úrslit mótsins með því því að smella hér en fjölmörg önnur Íslandsmet voru slegin. Hér að neðan má sjá lyftuna hjá Fanneyju. 

mbl.is