„Engin takmörk“

Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins 2017.
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrir mig er mikill heiður að vera ein þessara kvenna sem hlotið hafa þessa nafnbót,“ sagði íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þegar Morgunblaðið tók hana tali í Hörpu þegar niðurstaðan lá fyrir.

Í þann mun bar Sigríði Sigurðardóttur að garði, fyrstu konuna sem hlaut nafnbótina, en Sigríður var kjörin fyrir fimmtíu og þremur árum. Sigríður kynnti sig fyrir Ólafíu og sagði eitthvað á þá leið að hún væri komin með áhuga á golfíþróttinni vegna Ólafíu og afreka hennar. Skemmtileg stund.

„Ég vil nota tækifærið og þakka styrktaraðilum mínum fyrir stuðninginn á árinu. Fjölskyldan hefur til að mynda hjálpað mér mikið. Auk þess er ég þakklát fyrir hversu margt frábært íþróttafólk við eigum vegna þess að það hefur hvatt mig áfram.

Hjá okkur Íslendingum eru engin takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ná. Íslenskt íþróttafólk úr öllum áttum hefur gert það gott á síðustu árum og maður sér að það er hægt að ná árangri erlendis. Kraftaverkin eru að gerast alls staðar í kringum okkur í íþróttunum. Ég er því þakklát fyrir að vera frá Íslandi,“ sagði Ólafía þegar viðtalið hélt áfram.

Sjá allt viðtalið við Ólafíu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert