Enginn möguleiki gegn Dönum

Margrét Jóhannsdóttir.
Margrét Jóhannsdóttir. mbl.is/Golli

Kvennalandslið Íslands í badm­int­on tapaði fyrir Danmörku, 5:0, á Evr­ópu­mót­inu í Kaz­an í Rússlandi í kvöld.

Margrét Jóhannsdóttir tapaði fyrir Miu Blichfeldt í einliðaleiknum, 21:9 og 21:13, Anna Karen Jóhannsdóttir beið lægri hlut fyrir Line Kjærsfeldt, 21:6 og 2:19, og Þórunn Eylands tapaði fyrir Jule Jakobsen, 21:1 og 21:2.

Í tvíliðaleiknum töpuðu þær Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir fyrir Maiken Fruergaard og Kamilu Juhl, 21:9 og 21:9 og Þórunn Eylands og Arna Karen Jóhannsdóttir fyrir Nataliu Roche og Sörnu Thygesen, 21:7 og 21:5.

Fyrr í dag tapaði íslenska liðið fyrir Svíum, 5:0, en í gær töpuðu íslensku konurnar naumlega fyrir Ísrael, 3:2.

mbl.is