HK og Þróttur Nes. mætast í úrslitum

HK og Þróttur Nes mætast í úrslitunum á morgun.
HK og Þróttur Nes mætast í úrslitunum á morgun. Ljósmynd/Blakfréttir.is

HK og Þróttur Neskaupstað mætast í úrslitaleik Kjörísbikar kvenna í blaki sem fer fram í Digranesi á morgun.

HK vann Stjörnuna 3:2 í fyrri undanúrslitaleiknum í dag. Liðin skiptust á að hafa forystuna og mikill kraftur var í sóknarleik beggja liða. Liðin unnu hvort sínar tvær hrinurnar og grípa þurfti til oddahrinu þar sem HK spilaði betur og vann að lokum sannfærandi. Hjördís Eiríksdóttir var stigahæst HK-inga með 30 stig en Erla Rán Eiríksdóttir var með 31 stig fyrir Stjörnuna.

Í seinni leiknum náði Þróttur að keyra yfir Aftureldingu í upphafi leiks og vann lið fyrstu hrinuna 25:7. Aftur unnu deildarmeistararnir í annarri hrinu en Afturelding svaraði fyrir sig í þeirri þriðju. Að lokum unnu þó Þróttarar góðan 3:1 sigur en Helen Kristín Gunnarsdóttir var stigahæst þeirra með 21 talsins. Fjóla Rut Svavarsdóttir skoraði 10 stig fyrir Aftureldingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert