Nadal enn og aftur í undanúrslitin

Rafael Nadal fagnar sigri sínum í dag.
Rafael Nadal fagnar sigri sínum í dag. AFP

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér sæti í undanúrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í 11. sinn á ferlinum þegar hann hafði betur gegn Argentínumanninum Diego Schwartzman í átta manna úrslitunum.

Schwartzman vann fyrsta settið 6:4 en Nadal, sem er efstur á heimslistanum, sýndi styrk sinn og vann næstu þrjú settin 6:3, 6:2 og 6:2. Viðureign þeirra hófst í gær en var frestað vegna mikillar úrkomu á keppnisstaðnum. Í dag skein sólin hins vegar skært og það kunni Spánverjinn greinilega að meta.

Nadal mætir annað hvort Króatanum Martin Cilic eða Argentínumanninum Juan Martin del Potro í undanúrslitunum.

mbl.is