Snæfríður á Ólympíuleika ungmenna

Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Snæfríður Sól Jórunnardóttir Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti í dag til úrslita á danska meistaramótinu í 50m laug og tryggði sér þriðja sætið á tímanum 56.31 sekúndur. Hún hefur því náð A-lágmarki á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir verða í Buenos Aires í október næstkomandi.

Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Ragnarsdóttir 55.66, en það setti hún árið 2009. Snæfríður Sól mun synda áfram um helgina í Danmörku en hún á eftir að synda 50m, 200m og 400m skriðsund.

mbl.is